Gagnalýsing fyrir stafrænt strandsvæðisskipulag
Skipulagsstofnun hefur gefið út gagnalýsingu sem lýsir
tilhögun gagna og innihaldi stafræns strandsvæðisskipulags. Er henni ætlað að
samræma gögnin og auðvelda notkun þeirra og túlkun.
Strandsvæðisskipulag Austfjarða og Vestfjarða var unnið á stafrænan hátt í samræmi við lög um skipulag haf- og strandsvæða. Gögn stafræns strandsvæðisskipulags eru öllum opin og er hægt að nálgast gögnin í gegnum lýsigagnagátt LMÍ eða skoða þau í vefsjám strandsvæðisskipulags Austfjarða og Vestfjarða.
Stafrænt skipulag felur í sér að skipulagsuppdrættir eru unnir í landupplýsingakerfi þar sem stefna og skipulagsákvæði sem uppdrátturinn endurspeglar eru vistuð í töflu sem er tengd afmörkun á uppdrættinum.