Óveruleg breyting á Strandsvæðisskipulagi Austfjarða - villa við reiti UN7 og UN8
Svæðisráð samþykkti óverulega breytingu á Strandsvæðisskipulagi Austfjarða á fundi sínum þann 12. nóvember. Markmið breytingarinnar var að leiðrétta villu á skipulagsuppdrætti, sem felst í að viðbótarreitir í kringum UN7 Sauðatindar og krossar og UN8 Seley verði felldir út og afmörkun þeirra verði sú sama og í skipulagstillögunni sem auglýst var í júní 2022. Villuna má rekja til tæknilegrar villu á framsetningu reits UN5 Barðsnes, sem bætt var við eftir auglýsingu tillögunnar. Aukareitirnir sem um ræðir fylgdu með þegar reit UN5 var bætt við tillöguna eftir auglýsingu.
Samþykkt breyting hefur verið send innviðaráðherra til staðfestingar, breytingin tekur gildi þegar ráðherra hefur staðfest hana og auglýst í B-deild stjórnartíðinda.
Nálgast má gögn málsins undir máli 1375/2024 í Skipulagsgátt.